Grjˇthle­slur og kantar
  Oft lendum við í því að þurfa að leysa hæðarmismun eða að búa hann til kerfisbundið, til að lyfta upp yfirborði eða til afmörkunar. Til þess að jarðvegur skríði síður, er yfirleitt notað timbur, náttúrugrjót eða forsteyptir steinar. Það krefst oft hugkvæmni og útsjónasemi að leysa slíkt svo vel fari. Þá þarf líka að meta það, hvað efni er í boði í nágrenninu eða hvort sækja eigi það  um lengri leið.