Náttúrugrjót og steinar
  Grjót og steinar eru ómissandi í hvern garð og við hvert hús. Í blóma og trjábeðum eru þeir nauðsynlegir til að lyfta fletinum aðeins upp þegar það er nýplantað. Þá dregur steinninn í sig hita og hitar upp moldina eftir að það fer að kólna og plöntur virðast þrýfast best í sambýli við grjót.
  Þá býr viss kraftur í hverjum stein og þeir hafa allir sinn karakter, þannig að það er ekki sama hvernig þeir raðast eða snúa.
  Steinasteinn sendi eitt og hálft tonn af Hekluhrauni með flugi á Heimssýninguna í Japan 2005. Það var unnið, sagað og tilhöggvið hér að hugmynd Danans Peter Bysted og því  komið fyrir í skála Norðurlandanna, sem uþb. 15 milljónir gesta heimsóttu.  Það var notað sem umgjörð um 42" videoskjá, þar sem í var sýnt landkynningarefni frá okkur Íslendingum.

   http://www.nordicatexpo2005.dk/db/files/expo2005.wmv