Fánastangir
  Það er alveg nauðsynlegt að hafa fánastöng. Við erum Íslendingar og eigum að gera okkur dagamun með því að flagga Íslenska fánanum á lögbundnum hátíðisdögum, þegar konan eignast barn, þegar hún kemur heim af fæðingardeildinni, á afmælisdögum og við hvert það tilefni sem getur eflt þjóðernisvitund okkar.