■÷kulagnir
  Þó svo við búum nánast upp í sveit, þar sem flestir eru komnir af mestu ræktunarmönnum  okkar, bændum og líklega í einu stærsta túnræktar og túnþökuhéraði landsins, þá tökum við gjarnan að okkur að tyrfa. Í einkalóðir reynum við að nota túnþökur af túnum sem hafa verið ræktuð sem slík, blanda af  Vallarsveifgrasi sem er fýngert og Túnvingli sem er slitsterkur.
  Við reynum að forðast að nota gras af gömlum túnum, því þau voru ræktuð til nytja fyrir búfénað og þó svo Vallarfoxgrasið sé að sjá horfið úr þeim, þá vill það henda að þegar þökurnar eru komnar á frjóa mold og fá áburð, þá grasserar þetta grófa gras á ný og fólk hefur ekki undan að slá.
  Það hefur og aukist að fólk vilji fá úthagagras í kringum sumarhús sín. Þá eru teknar þökur af óræktuðum túnum eða blettum, þar sem vex náttúrulegur gróður með tilheyrandi blómjurtum og smágresi.
  Þá hefur það einnig aukist að fólk vill fá lyngþökur, en þær eru teknar eins og nafnið gefur að skilja úr lyngmóa, þar sem vex td. krækiberjalyng, bláberjalyng, beitilyng og aðrar þær jurtir sem þar vaxa.
  Hvað er líka betra, en að geta týnt  kriddjurtirnar við hliðina á grillinu þegar þú ert að grilla.